„Svefnsófinn okkar er eingöngu úr svampi og því engin grind sem brakar í. Við köllum hann flettisófa því hann er samsettur úr dýnum sem liggja saman á daginn, með eða án bakpúða, en er svo flett í sundur til að búa til rúm.
Hægt er að velja sófa úr tveimur dýnum, þremur eða fjórum. Fjögurra dýnu sófinn er til dæmis mjög vinsæll í leikskóla þar sem hann nýtist sem svefnfleti fyrir börnin í hvíld. Sú útfærsla er einnig vinsæl í sumarbústaði þar sem margir geta gist og einnig vinsæl hjá ömmum og öfum sem fá barnabörnin oft í heimsókn.
Sófinn er algerlega sniðinn eftir óskum lengd stærð og hægt að velja um óteljandi möguleika af áklæðum og litum. Spænsku sófarnir hafa verið í sölu hjá okkur í mörg ár og hafa reynst mjög vel. Þeir eru hannaðir fyrir hótel og þola mikið álag og koma í nokkrum litum.“
Hér má fletta í gegnum sófana: