Leikjahæsti leikmaður Íslandsmótsins hættur

Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson. mbl.is//Hari

Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildakeppni í knattspyrnu, hefur lagt skóna á hilluna.

Gunnleifur er 45 ára gamall og spilaði að vísu ekkert í sumar þar sem hann var aðstoðarþjálfari og varamarkvörður Breiðabliks á Íslandsmótinu. Hann sat á varamannabekknum í ellefu leikjum en Anton Ari Einarsson var aðalmarkvörður liðsins.

Gunnleifur spilaði 439 deildarleiki á Íslandi en hann lék fyrst með HK árið 1994, í næ­stefstu deild. Hann spilaði ekk­ert árið eft­ir, var þá með hand­knatt­leik sem sína aðalíþrótt, en frá og með 1996 hef­ur hann leikið sam­fleytt á Íslands­mót­inu.

Hann spilaði 304 leiki í efstu deild með KR, Kefla­vík, HK, FH og Breiðabliki, og er þar fjórði leikja­hæst­ur frá upp­hafi. Þá hef­ur Gunn­leif­ur spilað 83 leiki í 1. deild, 36 leiki í 2. deild og 16 leiki í þriðju deild. Hann lék með HK 1994, 1997 og 2002 til 2009, með KVA á Reyðarf­irði og Eskif­irði 1996, með KR 1998-1999, með Kefla­vík 2000-2001, með FH 2010 til 2012 og með Breiðabliki frá 2013. Þá lék Gunn­leif­ur í nokkra mánuði með Vaduz frá Liechten­stein í efstu deild í Sviss árið 2009, spilaði þar fimm leiki og lék því samtals 444 deildaleiki á ferlinum.

Þá spilaði hann 26 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 2000 til 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert