Íslenskt lið tekur þátt í undankeppni stórmóts

Leikmannahópur LAVA esports sem tekur þátt í undankeppni haustmóts meistaramótaraðar …
Leikmannahópur LAVA esports sem tekur þátt í undankeppni haustmóts meistaramótaraðar RLCS í dag, ásamt þjálfara. Grafík/LAVA esports

Undankeppni fyrir fyrsta viðburð haustmóts Evrópu í meistaramótröð RLCS í leiknum Rocket League hefst í dag. Eitt íslenskt lið er skráð til leiks í undankeppnina, en það er liðið LAVA esports.

Lokakeppni fyrsta viðburðar haustmótsins í Evrópu fer fram 22. - 24. október næstkomandi. 

Íslenskt lið LAVA esports tekur þátt

Liði LAVA esports hefur sýnt yfirburði í öllum keppnum á Íslandi, og fá þeir nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr utan landsteinanna. Hefja þeir leik í dag klukkan 15:00 er þeir mæta liðinu 2 and a half men. Vinni þeir sína fyrstu viðureign mæta þeir liðinu Kuxirs Minions, en í leikmannahópi þess liðs er hinn frægi Rocket League leikmaður Kuxir.

Leikmannahópur LAVA esports er örlítið frábrugðinn þeim hópi sem spilar í Turf Deildinni á Íslandi, en Steb, leikmaður KR, kemur inn fyrir Valdimar „Vaddimah“ Steinarsson sem verður frá vegna vinnu.

Leikmennirnir Stefán Máni „Steb“ Unnarsson, Emil „EmilVald“ Valdimarsson, Brynjar Örn „BNZ“ Birgisson og Kristófer Anton „Paxole“ Stefánsson mynda leikmannahóp LAVA sem keppir í undankeppninni í dag.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum, næstu leikjum og gengi íslenska liðisins LAVA esports á síðu mótsins

Undankeppnin sem LAVA esports taka þátt í er tvöföld útsláttarkeppni, sem þýðir að tapi liðið í efra leikjatré fái það annan möguleika í neðra leikjatré.

Þau lið sem lenda í tveimur efstu sætunum eftir keppni dagsins halda áfram keppni og eiga möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppni fyrsta viðburðar haustmótsins í Evrópu sem hefst í næstu viku.

Aðeins upphafið af tímabili RLCS

Haustmótin skiptast upp í þrjá viðburði á hverju svæði fyrir sig þar sem liðin eiga möguleika á að komast áfram í lokakeppni fyrsta viðburðar haustmótsins í EvrópuBestu lið hvers svæðis tryggja sér svo sæti í sameiginlegri lokakeppni haustmótsins sem fram fer í byrjun desember.

Með þátttöku í viðburðum safna liðin sér stigum sem ákvarðast af árangri þeirra, en þau lið sem safna flestum stigum geta átt möguleika á að fá sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer á næsta ári. 

Vetrar- og vormót verða svo haldin á næsta ári og hafa þau mót sömu uppbyggingu og haustmótið. Þetta er því aðeins byrjunin á löngu og spennandi tímabili RLCS og verður nóg í boði fyrir Rocket League aðdáendur þegar líður á tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert