Þar segir að rætt hafi verið um viðræður hennar, Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins, undanfarna daga, og þau áform að þessir þrír flokkar haldi ríkisstjórnarsamstarfi áfram.
Forseti segist mun áfram fylgjast með gangi mála eftir þörfum.
Formennirnir þrír eru nú á fundi í Ráðherrabústaðnum þar sem viðræðurnar halda áfram. Þau tjáðu fréttastofu fyrir fundinn að óformlegar viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi.
Nánar að neðan.