fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Sigurður G. segist hafa fengið óyggjandi staðfest að áfengi hafi verið tekið úr vínkjallara Bessastaða

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. september 2021 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson furðar sig á því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, neiti að tjá sig um færslur á Facebook þegar hann nýti þann vettvang sjálfur til að birta afsökunarbeiðni.

Segist Sigurður hafa óyggjandi fengið staðfest að áfengi hafi verið tekið úr vínkjallara Bessastaða. En í færslu sinni í gær lét hann að því liggja að um væri að ræða ráðsmanninn á Bessastöðum sem hafi gerst sekur um ofbeldi gegn öðrum starfsmönnum embættisins og meðal annars verið áminntur í starfi vegna þess. Spurði Sigurður í þeirri færslu hvort Guðni vissi um að vín væri tekið með ólögmætum hætti úr vínkjallaranum og hvort gæti verið að forsetinn hafi ákveðið að standa með ráðsmanninum svo ekki kæmist upp um það mál. Guðni svaraði fyrirspurn Vísis um málið í dag með þeim orðum að hann tjái sig ekki um færslur á Facebook.

Sjá einnig: Sigurður G. hjólar í Guðna Th. og Elizu – „Gerendameðvirkni forsetaparsins þykir ekki fréttnæm“

Drambi næst er fall

„Forsetinn tjáir sig ekki um færslur á Facebook. Notar hins vegar Facebook til að biðjast afsökunar á óviðeigandi orðfæri sínu fyrir nokkru. Um líkt leyti hélt hann því fram að hann stæði að baki þolendum ofbeldis og fékk mikið lof fyrir frá Bleika fílnum, sem ekki kemur á óvart séu nöfn félaga skoðuð.“

Sigurður segir það oft gott að vera í þeirri aðstöðu að geta hreinlega valið því hvaða spurningar séu svaraverðar.

„Það getur verið gott að vera í aðstöðu til að velja spurningar sem teljast svaraverðar. Fylgifiskur slíkrar afstöðu er oftast dramb og drambi næst er fall, eins og sagan kennir okkur.“

Ætti að þekkja afleiðingar gerendameðvirkni sinnar

Sigurður leyfir sér engu að síður að nýta Facebook til að spyrja forsetann að því hvenær hann ætli að biðja fyrrverandi starfsmenn sína afsökunar á því að hafa staðið með geranda ofbeldis sem vinnur á Bessastöðum.

„Þrátt fyrir þessa afstöðu forsetans leyfi ég mér að spyrja á Facebook hvenær hann hyggst biðja fyrrum starfsmenn sína afsökunar á því að hafa skipað sér í sveit geranda ofbeldis í starfsliði sínu. Forsetinn þekkir eða ætti að þekkja afleiðingar gerandameðvirkni sinnar fyrir þolendur.“

Sigurður furðar sig líka á því að meðlimir í hópnum Bleika fílnum hafi ekki fordæmt afstöðu Guðna heldur pirri sig frekar á skrifum Sigurðar.

„Kannski ætti að breyta nafninu í Bleiki fýllinn vegna þess óþefs sem baráttu þeirra fylgir og aðeins hefur valdið skaða.“

Vín hefur verið tekið úr vínkjallara Bessastaða

Sigurður segir að hann hafi fengið staðfest með óyggjandi hætti að mikið magn af áfengi hafi verið tekið úr vínkjallara Bessastaða síðustu árs og það til einkanota.

„Ég get svo upplýst forsetann og fjölmiðla, sem engu þora þegar handhafar opinbers valds eiga hlut að máli, að ég hef fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefur á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einka brúks. Spurning er hvort sú háttsemi hafi rúmast innan starfskjara viðkomandi starfsmanna sem hlunnindi. Minni á að til eru dómar þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd sem auðgunarbrot svo sem þegar starfsmenn Keflavíkurflugvallar afgreiddu sjálfan sig með vín úr fríhöfninni.

Fyrir áhugamenn um forsetaembættið og vín má benda á rit Lúðvíks Ingvarssonar heitins lagaprófessors frá 1990, þar sem fjallað var um vínkaup handhafa forsetavalds sem leiddi til starfsmissis. Handhafinn hafði þó borgað fyrir vínið.“

Bendir Sigurður að lokum á það að í kvöld hafi komið fram í fréttum að þolandi ofbeldis úr starfsliði Guðna hafi lagt fram kæru til lögreglu.

„Getur verið að sú staða sé að koma upp vegna gerendameðvirkni forsetans að hann verði kallaður til skýrslugjafar hjá lögreglu vegna meintra ofbeldisbrota. Það hefur ekki áður gerst í sögu lýðveldisins. Við skýrslugjöf eru tvær stöður í boði; staða vitnis eða staða sakbornings. Sú fyrri kallar á rétta frásögn en sú síðari tryggir þagnarrétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar