fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hlustaðu á eldræðu stjórnarformanns HHÍ – „Eigum við ekki að banna fólki að fá sér í glas? – „Get real!

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyvindur G. Gunnarsson, stjórnarformaður Happdrættis Háskóla Íslands og lagaprófessor við HÍ, hélt eldræðu á fundi Stúdentaráðs Íslands í apríl síðastliðnum. Þar lögðu fulltrúar Stúdentaráðs fram tillögu þess efnis að Stúdentaráð álykti um að rekstri spilakassa á vegum HÍ yrði hætt.

Forseti Stúdentaráðs hefur ítrekað sagt að vandinn felist í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa.

Fjöldi aðila var á fundinum, svo sem formaður SÁÁ en sem kunnugt er samþykkti stjórn samtakanna að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa, þrátt fyrir tilheyrandi tekjutap.

Fundurinn var haldinn á Zoom og var í upphafi tilkynnt að hann yrði tekinn upp. Upptöku af ræðu Eyvindar má hlusta á hér að neðan.

HHÍ er eigandi 500 spilakassa sem skilar árlega um 700 milljónum í hagnað.

„Það er frábært að fá tækifæri til að koma hér aðeins að ræða þessi mál því sú herferð sem er í gangi gegn þessu, lokum.is, er bara grafalvarlegt mál fyrir Háskóla Íslands og allt stúdentasamfélagið,“ sagði Eyvindur.

Hann sagði að HHÍ hefði verið leiðandi í umræðunni um ábyrga spilun.

„Hvað gerist ef við lokum spilakössum. Haldið þið að spilafíkn hætti að vera til? Alveg eins og að loka Ríkinu í Austurstræti? Haldið þið að alkóhólismi væri úr sögunni? Nei! Maður tekur bara strætó út á Nes og fer í Ríkið þar. Haldið þið að fólk hafi hætt að drekka þegar skemmtistöðum var lokað? Nei! Haldið þið að spilafíkill sem spilar í spilakassa niðri í bæ hætti að spila? Hann fer á netið! Það eru nákvæmlega sömu leikir. Get real!“

Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér í spilaranum:

video
play-sharp-fill

Talaði ranglega um upptöku skólagjalda ef rekstrinum yrði hætt

„Ímyndum okkur hvað myndi gerast ef við myndum loka Happadrætti Háskólans, spilakössunum, á morgun. Fjármögnunargrundvöllurinn myndi hrynja undan skólanum. Ef maður skoðar í raun og veru hvað hefur verið fjármagnað í gegn um þetta þá erum við með fasteignir fyrir hátt í 60 milljarða, ekki bara það heldur líka viðhald því við höldum þeim líka við. Þetta hverfur.“

Þá sagði Eyvindur að hann vildi nefna annað atriði þar sem Stúdentaráð ynni að hagsmunum stúdenta.

„Þetta væri mjög alvarlegt fyrir komandi kynslóðir stúdenta ef þetta hyrfi af sjónarsviðinu og við ætluðum að reyna að harka þennan pening út úr fjárlögum. Okkur tækist álíka vel og Landspítalanum, sem sagt ekki neitt. Þetta yrði leyst á nákvæmlega sama hátt og til dæmis í HR… Hvernig? Jú, einfaldlega með því að háskólinn fengi vegna menntunar ákveðin fjárframlög. Og síðan þyrfti að semja við fasteignafélag sem er fjármagnað frá banka um þetta. Niðurstaðan yrði væntanlega sú sama, að við tækjum upp skólagjöld eins og HR, BA gráðan myndi kosta eina og hálfa milljón að meðaltali og meistaragráðan tvær milljónir. Fullnaðarpróf í lögum væri þá komið á þrjár komma fimm milljónir,“ sagði Eyvindur.

Taka skal fram að rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, hefur sagt að þessar hugmyndir um upptöku skólagjalda ef spilakössum skólans verður lokað eigi ekki við nein rök að styðjast.

Fólk vill fá sér í glas og taka smá áhættu

Og Eyvindur hélt áfram: „Um hvað erum við að tala? Við erum að tala hér um spil sem fólk tekur þátt í af fúsum og frjálsum vilja. … Flest siðmenntuð lönd byggja einhvers konar fjármögnun á þessu módeli. Við sjáum þetta á Norðurlöndunum, Þýskalandi, fullt af siðmenntuðum löndum. Hver er hugsunin? Þetta er millileið. Við horfumst í augu við mannlegt eðli. Fólk vill fá sér í glas og það vill taka smá áhættu. Við getum ákveðið að gefa þetta alveg frjálst eins og í sumum löndum, Bretlandi þar sem gengur rosalega illa með alkóhólisma og spilafíkn, og slá öll heimsmet þar. Eða farið ákveðna millileið sem felst í því að við ætlum ekki að banna þetta heldur hafa þetta undir kontról og tryggja að peningarnir sem fara í þetta komi til baka aftur inn í samfélagið og þannig hefur fjármögnun átt sér stað síðan á miðöldum, síðan á 15. öld.“

Benti á að Félagsstofnun stúdenta ræki stað þar sem má kaupa áfengi

Hann sagði 5 milljarða streyma úr landi vegna fjárhættuspila og að HHÍ væri með 36% af innlenda markaðnum. „Ólöglegi markaðurinn stækkar. Það er ekki einu sinni greiddur skattur af þar sem þessi spil eru skráð. Þetta rennur inn í skattaskjól á Möltu, fyrst og fremst, eða önnur af óhreinu börnum Evrópusambandsins. Þetta er bara grafalvarlegt mál.“

Hann sagði að ef rekstur spilakassa væri borinn saman við ÁTVR þá væri þetta nákvæmlega sama millileiðin, og að ríkið hefði gríðarlegar tekjur af sölu áfengis en bæri einnig af henni mikinn kostnað.

„Ég þekki fullt af alkóhólistum, í nánasta nærumhverfi og víðar. Ég þekki að vísu engan spilafíkil. Af hverju? Því alkóhólismi er miklu útbreiddara vandamál. Veldur miklu meira tjóni. Spurningin er þessi: Eigum við ekki að banna fólki að fá sér í glas? Félagsstofnun stúdenta rekur hér Stúdentakjallarann þar sem hægt er að fá sér í glas. Það er hægt að fá sér í glas í hádeginu. Þannig að boð og bönn eru ekki málið.“

„Við búum í frjálsu samfélagi“

Þá varaði hann við því að fara út í einhverjar öfgar. „Þessi fjármögnun og viðhald fasteigna sem við erum að fá myndi aldrei fást á fjárlögum, ekki frekar en í tilviki Landspítalans með myglu og öllu tilheyrandi.“

Hann kallaði eftir því að það væri tekin ábyrg afstaða þegar kemur að rekstri Háskóla Íslands á spilakössum.

„Er þetta siðferðislega óverjandi? Ég held nú ekki. Er siðferðislega verjandi að hella fólk fullt þannig að löggan þarf að fylgja því heim? Við búum í frjálsu samfélagi. Það er miklu betra að hafa tekjur af þessu sem fara 100% til góðgerðarmála og samfélagsmála en tekjur sem enda á kletti í Miðjarðarhafinu.“

Við græddum á veikum spilafíklum – Heilsíðuauglýsing með nafnalista stjórna sem reka spilakassa

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Hide picture