Haraldur frumsýnir fálkaorðuna

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og forsprakki Römpum upp Reykjavík.
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og forsprakki Römpum upp Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og starfsmaður Twitter, tók í dag við fálkaorðunni sem hann var sæmdur á nýársdag. Haraldur gat ekki tekið við orðunni þann dag sökum kórónuveirusmits.

Hann birti mynd af sér með orðuna á Twitter í dag, í eldrauðum Adidas-galla sem hann dró fram fyrir tilefnið.

Haraldur var sæmdur fálkaorðunni fyrir störf sín á sviði nýsköpunar og samfélagsmála en hann er forsprakki átaksins Römp­um upp Reykja­vík, sem lauk ný­lega með smíði á rampi núm­er 101 í miðborg Reykja­vík­ur.

Alls voru tólf sæmdir fálkaorðunni á nýársdag en vegna sóttvarnatakmarkana komu einungis níu orðuhafanna til Bessastaða. Þrír komust ekki vegna faraldursins eða veðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert