Fréttastofan skorin niður um 10% milli ára

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins.
Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins.

Unnið hefur verið að hagræðingu á fréttastofu Ríkisútvarpsins síðan í haust. Niðurskurðarkrafa sem bættist við fyrir nokkrum vikum varð til þess að ekki var unnt að mæta henni án þess að fækka starfsfólki.

Þetta segir Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is.

Sex stöðugildi

„Við misstum í gær þrjá fréttamenn en áætlaður niðurskurður gerir það að verkum að við missum alls 6 stöðugildi fréttamanna um áramót. Hinum þremur náum við með skertu starfshlutfalli starfsmanna og fækkun í fréttaþáttum,“ segir Rakel.

„Eins og staðan er núna verða sex fréttamenn í skertu starfshlutfalli eftir áramót.“

Hún bendir á að niðurskurðurinn sem fréttastofan þurfi að takast á við núna sé hátt í 10% á milli ára, eða sá mesti síðan 2013.

Greint var frá uppsögnunum fyrr í dag á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert