Snjókoma á Norður- og Austurlandi

Frá Akureyri. Spáð er snjókomu með köflum á Norður- og …
Frá Akureyri. Spáð er snjókomu með köflum á Norður- og Austurlandi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Í dag er spáð breytilegri átt og 3-10 metrum á sekúndu. Snjókoma verður með köflum á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt þurrt um landið suðvestanvert.

Frost verður víða 0 til 8 stig, en frostlaust við suður- og austurströndina yfir daginn.

Gengur í norðan og norðvestan 8-13 m/s síðdegis, en hvassara verður suðaustantil seint í kvöld.

Á morgun verður norðlæg átt og 8-15 m/s. Dálítil snjókoma verður norðaustantil, en víða þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Dregur úr vindi síðdegis og styttir smám saman upp norðaustanlands.

Frost verður á bilinu 1 til 12 stig, en frostlaust syðst að deginum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert