Leiðir til að tileinka sér jákvæðara viðhorf

Ingrid Kuhlman skrifar um æfingar sem hægt er að nota til að lýsa upp daginn og finna hið góða.

Auglýsing

Í bók sinni My Pocket Positi­vity: Anytime Exercises That Boost Optim­ism, Con­fidence, and Possi­bility, sem kom út 2018, deilir Court­ney E. Ackerman 140 fljótum og áhrifa­ríkum leiðum sem aðstoða fólk við að til­einka sér æðru­leysi og jákvæð­ara hug­ar­far. M.a. er um að ræða æfingar til að auka vellíð­an, stuðla að jákvæðum til­finn­ing­um, byggja upp seiglu, auka bjart­sýni, auka þakk­læti, efla sjálfs­traust, auka núvit­und og auka sjálfást. Hér fyrir neðan eru þrjár æfingar úr bók­inni sem geta aukið sjálfs­traust og lyft and­an­um.

Hættu að gera ójafnan sam­an­burð

Þú hefur lík­lega heyrt að það sé óhollt og gagn­laust að bera þig of mikið saman við aðra. Það er stað­reynd - stöð­ugur sam­an­burður getur leitt til gremju og þess að við verðum of með­vituð um okkur sjálf. Hins vegar er það ekki endi­lega sam­an­burð­ur­inn sem slíkur sem er skað­legur heldur er vanda­málið ójafn sam­an­burð­ur.

Auglýsing
Þegar við berum okkur saman við aðra berum við oft saman styrk­leika ann­arra og okkar eigin veik­leika. Við berum sjaldan saman styrk­leika okkar og veik­leika ann­arra eða eigin styrk­leika og ann­arra. Það er þessi ósann­gjarni sam­an­burður við aðra sem er skað­legur sjálfs­traustinu og -álit­inu.

Aðeins sam­an­burður á jöfnum grund­velli veitir okkur gagn­legt inn­sæ­i. 

Sam­gleðstu og fagn­aðu vel­gengni ann­arra

Fyrir utan bætt sam­skipt við aðra græðum við á því að vera jákvæð og hvetj­andi þegar ein­hver annar nýtur vel­gengni. Þegar við leggjum okkur fram um að fagna vel­gengni, sama hver það er sem nýtur henn­ar, upp­skerum við einnig vel­gengni sjálf. 

Næst þegar þú upp­lifir van­líðan eða öfundar árangur ann­arra skaltu prófa neð­an­greindar aðferðir til að stuðla að bjart­sýnum hugs­un­um:

  1. Hugs­aðu um hversu mik­inn tíma og fyr­ir­höfn við­kom­andi fjár­festi í vel­gengni sinni. Afrek og árangur dettur ekki í fangið á neinum - allir verða að vinna fyrir því.
  2. Ímynd­aðu þér næst hvernig við­kom­andi mann­eskju líður með vel­gengni sína. Sjáðu fyrir þér gleði, afrek og stolt henn­ar.
  3. Settu þig í spor við­kom­andi. Ímynd­aðu þér að þú upp­lifir þessa vel­gengni og vertu opinn fyrir sömu til­finn­ingum gleði, afreka og stolts. Bað­aðu þig í þessum árang­urs­til­finn­ing­um. Vel­gengni ann­arra ætti að veita okkur inn­blást­ur.
  4. Minntu þig á að vel­gengni ann­arra kemur ekki í veg fyrir þína eigin heldur er hún undir sjálfum okkur kom­in.
  5. Lærðu að sam­gleðj­ast þeim sem vegnar vel. Leyfðu þér að upp­lifa stolt og ham­ingju fyrir hönd við­kom­andi og ósk­aðu honum til ham­ingju af fullri ein­lægni.

Snúðu van­þakk­látum hugs­unum við

Öll höfum við van­þakk­látar hugs­anir af og til, jafn­vel þakk­látasta mann­eskjan á plánet­unni hugsar stundum van­þakk­látar hugs­an­ir. Það að svona hugs­anir skjóti upp koll­inum gerir þig ekki að slæmri mann­eskju heldur gefur það þér tæki­færi til að þróa þakk­læti þitt enn frek­ar. 

Taktu eftir því næst þegar van­þakk­lát hugsun skýtur upp koll­inum og skrif­aðu hana nið­ur. Skráðu smá­at­riðin til að vera viss um að þú hafir fangað kjarna hugs­un­ar­inn­ar. Snúðu hugs­un­inni síðan við. Íhug­aðu hvað þú getur verið þakk­lát(­ur) fyrir í stað þess sem þú er van­þakk­látur yfir. Kannski gleymdi maki þinn að gera eitt­hvað sem þú baðst hann um og skiptir þig veru­legu máli. Til að snúa þess­ari hugsun við skaltu hugsa um hversu þakk­lát(­ur) þú getur verið fyrir að vera í góðu og heil­brigðu sam­bandi.

Þessi æfing snýst ekki um að afsaka eða afneita hlutum sem koma þér í upp­nám heldur virkar sem nokkur konar jafn­væg­is­afl gegn van­þakk­læt­inu. Þakk­læti er und­istaða sáttar og vellíð­an­ar.

Ein­blínum á hið góða

Með ofan­greindar æfingar í fartesk­inu er hægt að lýsa upp dag­inn og finna hið góða, sama hvað lífið færir okkur í fang.

 

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar