Kveikt í strætisvagni í Belfast

Mynd tekin 3. apríl eftir að óeirðir brutust út á …
Mynd tekin 3. apríl eftir að óeirðir brutust út á Norður-Írlandi. AFP

Kveikt var í strætisvagni í Belfast á Norður-Írlandi fyrr í kvöld en fjöldi fólks hefur safnast þar saman í óeirðum. Þetta er sjötta kvöldið í röð sem óeirðir geisa þar í landi að því er segir á vef The Guardian.

Steinum var hent í lögregluna og ráðist var á ljósmyndara. Auk þess var kveikt í ruslafötum og dekkjum.

Lögreglan á Norður-Írlandi hefur ráðið fólki frá því að koma á svæðið.

Frá óeirðunum 3. apríl.
Frá óeirðunum 3. apríl. AFP

Forsætisráðherra Norður-Írlands, Arlene Foster, fordæmdi árásina og tísti: „Það er engin réttlæting fyrir ofbeldi. Það er rangt og ætti að vera stöðvað.“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi einnig ofbeldið. „Ég hef djúpar áhyggjur af atburðarás ofbeldis á Norður-Írlandi, sérstaklega árásum á lögregluna á Norður-Írlandi sem verndar almenning og fyrirtæki,“ skrifaði Boris á Twitter og bætti við:

„Leiðin til að leysa ágreining er með samtölum, ekki ofbeldi eða glæpastarfsemi.“

Upptökur á Twitter virtust sýna að kastað væri bensínsprengjum í átt að vagninum meðan hann var enn á ferð. Tugir grímuklæddra manna – þar á meðal sumir sem virtust vera börn – sáust hlaupa af vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert