Grisjun fram undan í ferðaþjónustunni

Helgi Þór Arason er reyndur fjárfestir í íslenskri ferðaþjónustu.
Helgi Þór Arason er reyndur fjárfestir í íslenskri ferðaþjónustu.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segir að almennt hafi eignir sjóða Landsbréfa í ferðaþjónustu komið hlutfallslega vel út úr faraldrinum. Þau fyrirtæki sem fóru sterk inn í faraldurinn og hafi öfluga stjórnendur séu að standa faraldurinn ágætlega af sér.

Á hinn bóginn standi mörg fyrirtækin höllum fæti eftir mikla fjárfestingu og tekjufall í kjölfarið.

„Það er ljóst að einhverjir munu heltast úr lestinni. Almennt held ég að þau fyrirtæki sem fóru sterk inn í kórónuveirufaraldurinn, félög sem voru vel eiginfjármögnuð, séu að koma sterk út úr faraldrinum.

Munu heltast úr lestinni

Þannig að þeir sem voru mjög skuldsettir, og í mjög erfiðri stöðu fyrir faraldurinn, munu helst skerast úr leik. Það á almennt við um ferðaþjónustuna,“ segir Helgi Þór.

Spurður hvort þetta eigi við einhver tiltekin svið ferðaþjónustu nefnir hann nokkrar greinar.

„Það má segja að þetta eigi við hótel, bílaleigur, rútufyrirtæki, fyrirtæki í afþreyingu og raunar allt saman. Þeir sem hafa eitthvert borð fyrir báru ná kannski að koma standandi út úr þessum stormi. Það eru einhverjar undantekningar og fyrirtæki sem eru með sterka bakhjarla, eða sterka hluthafa, og geta leitað til þeirra munu koma út úr þessu upprétt,“ segir Helgi Þór.

En fyrirtæki sem standa veikt, skv. greiningu KPMG, skulda tugi milljarða.

Lestu ítarlegt viðtal við Helga í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK