Brandenburg hlaut virt verðlaun

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins fagna marki í nýju treyjunni.
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins fagna marki í nýju treyjunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Auglýsingastofan Brandenburg hlaut silfurverðlaun Clio fyrir auglýsingaherferðina er KSÍ kynnti nýjar landsliðstreyjur síðasta í sumar. 

Gerði KSÍ samning við íþróttavöruframleiðandann Puma og vorunýjar treyjur kynntar í kjölfarið sem og nýtt merki KSÍ.  

Í aug­lýsingunni og nýja merkinu er á­hersla lögð á land­vættirnar fjórar; griðungur, gammur, dreki og berg­risi sem sagðar eru hinar full­komnu tákn­myndir fyrir lands­lið Ís­lands.

Auglýsingin vakti misjöfn viðbrögð á sínum tíma. Voru margir ánægðir á meðan aðrir sökuðu KSÍ um fasisma. Dómnefnd Clio er í það minnsta hrifin, en verðlaunin eru með þeim virtustu í auglýsingaheiminum. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. 

Þess má geta að landsliðsmarkvörðurinn kom að auglýsingaherferðinni sem leikstjóri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert