Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mikil ásókn og takmarkað framboð á fasteignamarkaði

Ólaf­ur Sindri Helga­son, yf­ir­hag­fræð­ing­ur hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un, seg­ir minnk­andi fram­boð á eign­um á fast­eigna­mark­aði geta leitt til þess að bil á milli þeirra á leigu- og fast­eigna­mark­aði gæti breikk­að. Sam­kvæmt skýrslu stofn­un­ar­inn­ar var met sala á íbúð­um í fe­brú­ar mán­uði.

Mikil ásókn og takmarkað framboð á fasteignamarkaði
Sala eykst og framboð minnkar Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir eftirspurn á fasteignamarkaði gríðarlega en framboð á eignum fari þó minnkandi. Mynd: b'hag / Haraldur Gu\xc3\xb0j\xc3\xb3nsson'

Samkvæmt mælingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar var síðastliðinn febrúar umsvifamesti febrúarmánuður á fasteignamarkaði frá því að stofnunin hóf mælingar árið 2002 en útgefnir kaupsamningar í mánuðinum voru 1048 talsins sem er 9,7% aukning frá því í janúar og 22% aukning frá sama mánuði árið á undan. Framboð á íbúðum til sölu hefur á sama tíma dregist saman svo um munar.

Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur HMS, segir minnkun á framboði íbúða ekki vera af hinu góða en hún geti leitt af sér hækkun á íbúðarverði sem getur gert ákveðnum hópi fólks erfiðara fyrir að komast af leigumarkaði inn á fasteignamarkaðinn. „Þetta segir mér að eftirspurnin er gríðarleg, vextir hafa aldrei verið svona lágir og það er ekki gott ef að framboðið minnkar og minnkar og það kemur ekkert inn á markaðinn í staðinn,“ segir hann. 

Vanalega rólegt í febrúar

Fasteignamarkaðurinn er vanalega rólegur í febrúarmánuði en tölfræði sýnir fram á það að aðeins sé hægt að finna einn mánuð á árunum 2008 til 2019 sem var með fleiri seldar íbúðir. Samkvæmt skýrslunni má gera ráð fyrir að þróunin haldi áfram á sama veg svo fremur sem framboð af íbúðum verði enn til staðar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var í febrúar töldu 9% svarenda líklegt eða öruggt að þeir myndu kaupa sér íbúð á næstu sex mánuðum sem er fremur hátt hlutfall miðað við eldri kannanir. 

„Þetta gæti breikkað bilið á milli þeirra ef fasteignaverð heldur áfram að hækka, þá verður fasteignamarkaðurinn meira fyrir þá sem eiga fasteignir nú þegar“

Ólafur segir ástandið á fasteignamarkaðnum ekki einskorðast við Ísland en að hans sögn má sjá hið sama eiga sér stað víða erlendis. „Þetta er að gerast alls staðar annars staðar í heiminum líka. Covid-19 faraldurinn og vaxtalækkanir í kjölfar hans hafa hleypt lífi í fasteignamarkaði víðsvegar. Það er til að mynda gríðarleg eftirspurn eftir stærri eignum í Bandaríkjunum og reyndar víðar. Fólk er að nýta sér lægri vexti í að stækka við sig,“ segir hann og metur að mögulega sé um tímabundið ástand að ræða sem muni lagast þegar Covid- 19 gengur yfir og efnahags óvissa minnkar. 

Lágir vextir gera það að verkum að auðveldara er að festa kaup á fasteignum en að mati Ólafs þarf fólk að hafa í huga að skuldsetja sig ekki ofar getu því vextir muni á einhverjum tímapunkti hækka. „Fólk verður auðvitað að hafa í huga að spenna bogann ekki of hátt, að skuldsetja sig fyrir mörgum tugum milljóna, kaupa of stórar íbúðir ef það rétt svo ræður við greiðslubyrðina. Ef það rétt ræður við greiðslubyrðina eins og ástandið er núna þá þarf að hafa í huga að vextir hafa aldrei verið lægri og að öllum líkindum munu þeir hækka á næstu tveimur til þremur árum,“ segir hann og útskýrir að eðlilegt sé að vextir hækki í kjölfar efnahagskreppu. „Það þarf alltaf að lækka vexti þegar það skellur á efnahagskreppa þannig að þeir munu hækka þegar efnahagurinn tekur við sér,“ útskýrir hann. 

Framboðið dregist verulega saman

Eins og áður hefur verið nefnt hefur framboð íbúða á sölu dregist saman en á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðum til sölu fækkað um 58,4% á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri íbúðir seljast en eru settar á sölu. Að svo stöddu eru um 830 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu miðað við 980 þann 1. mars. 

Ólafur segir að þegar vextir lækka með þessum hætti verði tilfærsla af leigumarkaði og á fasteignamarkaðinn, margir hafi tök á að kaupa eign í fyrsta skipti sem hafi svo aftur áhrif á framboðið sem minnki því nýjar eignir komi ekki inn á markaðinn á móti þeim keyptu. 

Takmarkað framboð gæti samkvæmt skýrslunni dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði til lengri tíma litið en gæti þó einnig leitt til frekari verðhækkana en sú þróun er nú þegar farin af stað. 

Bilið gæti breikkað

Að mati Ólafs er ákveðinn hópur fólks sem vel gæti nýtt sér slíka stöðu á markaðnum en annar hópur fólks gæti hins vegar færst fjær því að geta keypt fasteign. „Það er stór hluti fólks sem hefur það bara fínt og hefur ekki misst vinnuna og getur því nýtt sér þetta ástand. En það er ekki gott að ef að þeir sem eftir sitja á leigumarkaði missa af lestinni. Húsnæðisverð hækkar og hækkar og þar með þarf fólk að eiga meira í útborgun til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem eiga pening núna, þeir sem geta orðið sér út um fjármagn reyna að kaupa sér íbúðir núna til að losna af leigumarkaði en aðrir geta það ekki. Þetta gæti breikkað bilið á milli þeirra ef fasteignaverð heldur áfram að hækka, þá verður fasteignamarkaðurinn meira fyrir þá sem eiga fasteignir nú þegar,“ segir hann. 

„Það þarf alltaf að lækka vexti þegar það skellur á efnahagskreppa þannig að þeir munu hækka þegar efnahagurinn tekur við sér“

Aðgengi að fjármagni segir hann gott og þar sem vextir eru lágir eru þeir sem eru í þeim hugleiðingum að kaupa sér fasteign yfirleitt ekki í miklum vandræðum með það en annar hópur fólks á leigumarkaði getur ekki að sama skapi safnað sér pening og er á sama tíma að leiga dýrar eignir. Ólafur segir leiguverð ekki hafa lækkað mikið á sama tíma og íbúðarverð hefur hækkað. „Það er náttúrulega hópur sem lendir meira í kreppunni en aðrir og hann getur lent í vandræðum með að kaupa sér húsnæði. Maður vill auðvitað sjá hækkun í kaupverði í takt við kaupmáttaraukningu.“

Slegist er um eignir

Ástandið hefur einnig gert það að verkum að íbúðir seljast nú yfir ásettu kaupverði en í febrúarmánuði var kaupverð hærra en ásett verð í 28,4% af seldum íbúðum sem er næst hæsta hlutfall frá upphafi slíkra mælinga árið 2013. „Í dag er seljendamarkaður því framboð er mjög lítið og eftirspurn mjög mikil, þá hækkar hlutfallið af íbúðum sem seljast yfir ásettu verði,“ segir Ólafur.

Allt hefur þetta leitt til þess að sölutími íbúða hefur ekki verið styttri frá því að mælingar hófust, hvorki á höfuðborgarsvæðinu né á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu tók að meðaltali 44 daga að selja íbúð. Til samanburðar tók 85 daga að selja íbúð vorið 2015. Þá segir Ólafur að dæmi séu til um það að slegist sé um eignir og eignir keyptar án þess að vera skoðaðar. „Fólk verður að gefa sér tíma í að skoða íbúðir og það er á þeirra ábyrgð að skoða þær vel,“ segir hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
7
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Brosir gegnum sárin
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár