Völlurinn frosinn og flautað af

Emma Hayes gengur af velli ásamt aðstoðardómurum eftir að leikurinn …
Emma Hayes gengur af velli ásamt aðstoðardómurum eftir að leikurinn hafði verið flautaður af. Ljósmynd/Chelsea FC

Leikur kvennaliða Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni var flautaður af eftir um sex mínútna leik í dag.

Dómari leiksins taldi hættulegar aðstæður hafa sakapast fyrir leikmenn en völlurinn var frosinn að hluta.

Völlurinn var skoðaður fyrir leik, eins og lög gera ráð fyrir, og talinn leikhæfur. Margir hafa gagnrýnt enska knattspyrnusambandið í kjölfar þessa en vellir sem leikið er á í kvennaflokki á Englandi eru almennt ekki með undirhita.

Þjálfarar beggja liða gagnrýndu ákvörðunina um að leikurinn skyldi fara fram í dag enda töldu báðir það augljóst að völlurinn væri ekki í leikhæfu ástandi.

„Maður sá það um leið að á köntunum var þetta eins og svell. Við þjálfararnir ákveðum ekki hvort leikir fari fram, það verður að spyrja knattspyrnusambandið og dómarana,“ sagði Emma Hayes, þjálfari Chelsea.

„Nú þarf að fá undirhita undir alla velli. Það verður að taka okkur alvarlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert