Telur sér stætt áfram óháð niðurstöðunni

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari á fréttamannafundi vegna kjaradeilu Eflingar og SA.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari á fréttamannafundi vegna kjaradeilu Eflingar og SA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðal­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari segir að fordæmi séu fyrir því að miðlunartillögur hafi verið felldar og að sami ríkissáttasemjari nái í kjölfarið að leiða fram sættir spurður hvort honum sé stætt á að halda áfram í starfi verði miðlunartillögunni hafnað sem hann setti fram í morgun í deilu Eflingar og SA.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sakað ríkissáttasemjara um lögbrot og þá hefur Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sagt að verið sé að ganga á rétt beggja samn­ingsaðila til að ná kjara­samn­ingi. Aðalsteinn segir að sér hafi einfaldlega ekki verið stætt á öðru við þessar kringumstæður en að beita miðlunartillögunni.

„Mér finnst mér ekki vera stætt á öðru en að nota þetta verkfæri sem ég hef í þeim kringumstæðum að viðræður eru fullkomlega stál í stál. Mér finnst auðsýnt að áframhaldandi samtal muni ekki skila niðurstöðu,“ segir Aðalsteinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert