Donald Trump yngri með kórónuveiruna

Donald Trump yngri tók virkan þátt í kosningabaráttu föður síns …
Donald Trump yngri tók virkan þátt í kosningabaráttu föður síns í haust. Á myndinni talar hann í flokksþingi repúblíkana í Washington í ágúst. AFP

Donald Trump yngri, elsti sonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur greinst með Covid-19. Að sögn talsmanns Hvíta hússins greindist sýni frá Trump yngri jákvætt í byrjun þessarar viku og hefur hann verið í einangrun síðan. Bloomberg segir frá.

Þá segir talsmaður Hvíta hússins að Donald Trump yngri sé einkennalaus en fari eftir öllum sóttvarnareglum. 

Áður hefur Donald Trump eldri sjálfur greinst með veiruna ásamt Melaniu Trump forsetafrú og Barron, yngsta syni þeirra hjóna. Starfsmannastjóri Trumps, Mark Meadows, og nokkrir aðrir lykilstarfsmenn Hvíta hússins sem og kosingastarfsmenn Donalds hafa sýkst af veirunni undanfarna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert