fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

„Faðir hafi með skriflegum hótunum og ógnandi framkomu komið í veg fyrir heilbrigðisþjónustu barnsins“ – Níunda kvörtunin af tíu

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 3. júní 2022 13:01

Mynd úr safni Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af tíu mæðrum sem hefur sent kvörtun til embættis Landlæknis vegna vinnubragða matsmanns í forsjármáli segir í kvörtuninni að matsmaður hafi gerst sekur um vanrækslu þegar hún hafi alfarið litið framhjá alvarlegum veikindum annars barnsins og sterkum vilja þess til að fara ekki til föður. „Gögn í málinu staðfesta alvarleg veikindi með klínískri greiningu fagaðila og að faðir hafi með skriflegum hótunum og ógnandi framkomu komið í veg fyrir heilbrigðisþjónustu barnsins,“ segir í kvörtuninni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Líf án ofbeldis sem sagt var frá um miðjan mánuðinn en þar kom fram að alls tíu mæður hafa sent kvörtun til embættis Landlæknis vegna „ófaglegra vinnubragða og hlutdrægni sálfræðinga sem taka að sér hlutverk dómkvaddra matsmanna og sérfróðra meðdómsmanna í forsjármálum.“  Umræddir sálfræðingar eru þrír, þau Guðrún Oddsdóttir, Ragna Ólafsdóttir og Gunnar Hrafn Birgisson.

DV hefur óskað eftir viðbrögðum frá þeim öllum þremur vegna umræddra kvartana en engin svör hafa borist.

Sjá einnig: Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis

Afrit af þessum tíu kvörtunum fylgdu tilkynningunni frá Líf á ofbeldis sem eru baráttusamtöku mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.

Sjá einnig: Þetta eru spurningarnar sem matsmennirnir þrír neita að svara

Kvörtunin sem greint er frá hér að ofan er vegna Guðrúnar Oddsdóttur og var send til embættis landlæknis þann 25. mars 2022.

Í kvörtuninni segir ennfremur að gögn í málinu staðfesti frásagnir barnanna af líkamlegu ofbeldi föður, ótta barns við föður vegna framkomu hans, dvöl móður í Kvennaathvarfinu og ótal tilkynningar, til dæmis frá heilbrigðisstarfsfólki og löggæsluaðila, um ofbeldi föður en matsmaður hafi litið framhjá því með öllu og faðir metinn forsjárhæfari.

Afrit af kvörtuninni vegna starfa Guðrúnar Oddsdóttur í heild sinni:

Fyrir afglöp í starfi með því að hafa gefið frá sér sérfræðimat í dómsmáli sem er hlutdrægt og þannig ófaglegt, þar sem gögn um vanrækslu föður, m.a. með því að koma ítrekað í veg fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir börnin, og ofbeldi föður gagnvart börnum sínum og móður þeirra voru hunsuð og hann metinn forsjárhæfari þrátt fyrir það. 

Alvarlegasta vanræksla matsmanns er að hún lítur alfarið framhjá alvarlegum veikindum annars barnsins og sterkum vilja þess um að vilja ekki fara til föður. Gögn í málinu staðfesta alvarleg veikindi með klínískri greiningu fagaðila og að faðir hafi með skriflegum hótunum og ógnandi framkomu komið í veg fyrir heilbrigðisþjónustu barnsins.

Gögn í málinu staðfesta frásagnir barnanna af líkamlegu ofbeldi föður, ótta barnsins við föður vegna framkomu hans, dvöl móður í Kvennaathvarfinu, ótal tilkynningar ótal aðila, t.d. heilbrigðisstarfsmanna og löggæsluaðila um ofbeldi föður, en það er litið framhjá því með öllu. Faðir nam einnig yngra barnið á brott og hélt því frá móður og systkini í marga mánuði án nokkurra skýringa. Matsmaður lítur alfarið framhjá þessu og þeim áhrifum sem það hafði á börnin.    

Sjá einnig: „Hló að móður þegar hún lýsti frásögn sinni af mjög alvarlegu ofbeldi“ – Ein af kvörtununum tíu í heild sinni

Sjá einnig: Segir móður hafa „mistúlkað orð dóttur minnar sem voru meðal annars að hana klæjaði í píkunni því „pabbi skegg kitlar““ – Önnur af kvörtununum tíu í heild sinni

Sjá einnig: Móðir segir að sonur sé „kinnfiskasoginn og horaður eftir umgengni við föður, því þar fór hann svangur að sofa“ – Þriðja kvörtunin af tíu í heild sinni

Sjá einnig:  Helga Sif segir matsmann hafa gaslýst dóttur sína – „Hvað er eiginlega að Helgu?”- Fjórða kvörtunin af tíu

Sjá einnig: Bryndís segir matsmann gera henni upp „falskar minningar“ um ofbeldi og vænir hana um lyfjaneyslu – Fimmta kvörtunin af tíu

Sjá einnig: „Faðir frelsissvipti barnið í marga sólarhringa“ og setti staðsetningarbúnað í síma – Sjötta kvörtunin af tíu

Sjá einnig: Melkorka: „Gerði mig að skotmarki og niðurlægði mig ítrekað í dómssal“ –  Sjöunda kvörtunin af tíu

Sjá einnig: „Hann bannaði mér að fara í skóla, var of heimsk“ – Áttunda kvörtunin af tíu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns