Börn eigi ekki að vera ein á ferð í dag

Á höfuðborgarsvæðinu á veðrið að verða mjög slæmt eftir klukkan …
Á höfuðborgarsvæðinu á veðrið að verða mjög slæmt eftir klukkan eitt í dag og ekki lægja fyrr en um fimmleytið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útlit er fyrir mjög vont veður á öllu landinu í dag en að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er veðrið heldur verra en búist var við. Þá má búast við að versta veðrið verði sunnan- og austanlands, þar sem mesti vindurinn ætti að vera.

Versta veðrið kemur eftir hádegi í dag og fer svo að ganga niður vestan til með kvöldinu. Þá dregur úr veðri á austanverðu landinu í nótt.

Tilmæli verða gefin út frá Veðurstofunni til skóla í dag. Á höfuðborgarsvæðinu á veðrið að verða mjög slæmt eftir klukkan eitt í dag og ekki lægja fyrr en um fimmleytið. Haraldur segir börn ekki eiga að vera ein á ferðinni.

Hann bætir við að ekkert ferðaveður sé í dag og að fara þurfi varlega. Huga þurfi að lausamunum og þeir sem eru með trampólín úti ættu að huga vel að þeim, þau eigi ekki að vera úti í svona roki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert