Leeds hafnar tilboði frá Arsenal

Raphinha fagnar marki fyrir Leeds gegn Brentford í úrvalsdeildinni í …
Raphinha fagnar marki fyrir Leeds gegn Brentford í úrvalsdeildinni í vor. AFP/Adrian Dennis

Leeds United hefur hafnað tilboði Arsenal í brasilíska knattspyrnumanninn Raphinha en Lundúnafélagið bauð formlega í hann í gær.

The Athletic skýrir frá þessu og segir að boðið hafi verið talsvert undir lágmarksviðmiði forráðamanna Leeds um verðmæti sókinarmannsins sem er landsliðsmaður Brasilíu og hefur verið undir smásjánni hjá Barcelona undanfarna mánuði.

The Athletic segir að Arsenal sé áfram afar áhugasamt um að ná samningum við Leeds um leikmanninn sem er sagður efstur á óskalista knattspyrnustjórana Mikels Arteta.

Raphinha er 25 ára gamall og hefur skorað 17 mörk í 65 leikjum með Leeds í úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert