Póstdreifing sagði upp 244 blaðberum í hlutastarfi í síðasta mánuði. Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, staðfestir þetta við Vísi. Flestum verður boðið starf aftur að hans sögn.

Reynir segir að ástæðuna fyrir hópuppsögninni megi rekja til ákvörðunar Torgs, útgáfufélagi Fréttablaðsins, að hætta dreifingu á dagblaðinu inn á öll heimili í Reykjavík og á Akureyri.

„Við erum að endurskipuleggja dreifikerfið og það var því miður nauðsynlegt að segja upp öllum blaðberum. Í öllum tilfellum var að ræða starfsmenn í hlutastarfi en flestum verður þó boðið aftur starf,“ hefur Vísir eftir honum.