Verðlaunahafinn fallinn á lyfjaprófi

CJ Ujah á ferðinni.
CJ Ujah á ferðinni. AFP

Allt útlit er nú fyrir að Bretar verði sviptir silfurverðlaun sínum í einni vinsælustu greininni á Ólympíuleikum, 4x100 metra boðhlaupi. 

CJ Ujah féll á lyfjaprófi en í dag var greint frá því að seinna sýnið hafi einnig reynst jákvætt eins og hið fyrra. Greint var frá niðurstöðunum varðandi fyrra sýnið í ágúst. 

Úrslitin í greininni í karlaflokki urðu geysilega óvænt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ítalía sigraði og Bretland náði öðru sæti en á síðustu stórmótum hafa Bandaríkin og Jamaíka átt sterkustu sveitirnar. Bandaríkjamenn hafa raunar nánast ávallt verið með eina af allra sterkustu sveitunum. 

Ostarine og S-23 fannst í CJ Ujah og eru á bannlista. 

Verði Bretar sviptir verðlaunum þá fær Kanada silfrið og Kína fær bronsið. 

Nethaneel Mitchell-Blake, Richard Kilty, Chijindu Ujah og Zharnel Hughes fagna …
Nethaneel Mitchell-Blake, Richard Kilty, Chijindu Ujah og Zharnel Hughes fagna silfrinu í Tókýó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert