Helstu vísitölurnar þrjár á Wall Street hafa lækka það sem af er degi.

Í síðustu viku sagði Jerome Powell seðlabankastjóri Bandaríkjanna að líklega myndu stýrivextir ekki hækka eins hratt og ráð var fyrir gert.

Í dag segir Wall Street Journal að hugsanlega þurfi að hækka vexti á næsta meira meira en fjárfestar hafi gert ráð fyrir vegna mikillar eftirspurnar eftir starfsfólki og hækkandi launa. Hingað til hafa markaðsaðilar talið að vextir fari ekki yfir 5% í Bandaríkjunum.

Tesla hefur lækkað í dag um 4,83% en það tengist líklega frekar því að að útlit er fyrir vægari Covid-19 aðgerðum í Kína. Kínverskir rafbílaframleiðendur eru mikilvægir keppinautar Tesla en þeir hækkuðu að sama skapi í dag.

Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 0,88% það sem af er degi. S&P hefur lækkað um 1%, rétt eins og Nasdaq.