Tekur við Haukum

Tjörvi Þorgeirsson, Aron Kristjánsson og Rúnar Sigtryggsson við undirskriftina í …
Tjörvi Þorgeirsson, Aron Kristjánsson og Rúnar Sigtryggsson við undirskriftina í gær. Ljósmynd/Haukar

Rúnar Sigtryggsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

Þetta kom fram á samfélagsmiðlum Hauka en hann þekkir vel til í Hafnarfirðinum eftir að hafa leikið með Haukaliðinu frá 1996 til 1998 og svo frá 2000 til ársins 2002.

Rúnar, sem er 50 ára, stýrði síðast Stjörnunni frá 2018 til 2020 og þá stýrði hann Aue til bráðabirgða í þýsku B-deildinni tímabilið 2020-21.

Rúnar tekur við Haukum af Aroni Kristjánssyni sem lét af störfum eftir yfirstandandi tímabil en Rúnari til aðstoðar verður Tjörvi Þorgeirsson. Tjörvi verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert