Sá heitasti hættir

Regé-Jean Page og Phoe­be Dynevor í hlutverkum sínum í Bridgerton.
Regé-Jean Page og Phoe­be Dynevor í hlutverkum sínum í Bridgerton. Skjáskot/Twitter/Netflix

Leikarinn Regé-Jean Page verður ekki með í annarri þáttaröð af hinum geysivinsælu Bridgerton-þáttum á Netflix. Page og mótleikkona hans Phoe­be Dynevor slógu í gegn í eldheitum ástarsenum þegar þættirnir voru frumsýndir í lok síðasta árs. 

Framleiðendur þáttanna tilkynntu brotthvarf Page um páskana. Sjálfur sagði Page í viðtali við vef Variety að hann hefði bara átt að leika í einni þáttaröð, sem honum fannst spennandi. „Ég fæ að koma inn, gera mitt og svo heldur Bridgerton-fjölskyldan áfram,“ sagði Page um samtal sem hann átti við framleiðendur snemma í ferlinu. 

Page er með mörg járn í eldinum og þarf ekki að kvarta þrátt fyrir að leika ekki í næstu þáttaröð af Bridgerton. Eins og margir breskir leikarar sem gera það gott er hann orðaður við hlutverk njósnara hennar hátignar James Bond. 

View this post on Instagram

A post shared by shondaland tv (@shondaland)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson