Innlent

Mikil gleði þegar Bergur komst í mark

Lovísa Arnardóttir skrifar
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Bergur kom í mark.
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Bergur kom í mark. Mynd/Magnús Guðlaugur

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum.

Bergur gekk ekki bara alla þessa leið heldur dró á eftir sér 100 kílóa sleða. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti á tíu kílómetra fresti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn.

„Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ sagði Bergur um klukkan átta í morgun og viðurkenndi að hann væri orðinn vel þreyttur.

Hópur fólks gekk með Bergi síðustu kílómetrana að Ultraform í Reykjavík. Þar var svo haldið grill og árangrinum fagnað. Magnús Guðlaugur Magnússon tökumaður var á staðnum og má sjá í myndbandinu hér að ofan hversu góð stemningin var þegar hann kom í mark. 

Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV.

Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.

Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.


Tengdar fréttir

Gengur hundrað kíló­metra með hundrað kílóa sleða

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, ætlar á sumardaginn fyrsta ganga 100 kílómetra til styrktar Píeta samtökunum. Á eftir sér mun hann draga 100 kílóa sleða sem hann léttir á tíu kílómetra fresti. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×