Fagnar með því að bóka flug út

Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna.
Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Samsett mynd

„Það er rosa gott að fá svona viðurkenningu,“ segir Sara Gunnarsdóttir leikstjóri My Year of Dicks. Sara er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í flokki stuttra teiknimynda fyrir myndina.

„Mér fannst vera svona helmingslíkur á að við myndum ná inn,“ segir Sara spurð hvort hún hafi búist við tilnefningunni en greint var frá því í desember að myndin væri á stuttlista Akademíunnar fyrir tilnefningar. 

My Year of Dicks er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna.
My Year of Dicks er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Ljósmynd/Sara Gunnarsdóttir

Boðið í hádegisverð í febrúar

Fagnaðarlætin verða lágstemmd hjá Söru sem ætlar að fagna tilnefningunni með því að bóka flug út. 

„Það er fyrst hádegisverður 13. febrúar fyrir öll sem eru tilnefnd og svo er Óskarinn 12. mars,“ segir Sara.

Fluttu heim til Íslands á síðasta ári

Eiginmaður Söru er bandarískur og voru þau lengi búsett í Bandaríkjunum. Á síðasta ári ákváðu þau að flytja heim til Íslands. Þau vinna þó bæði hér í fjarvinnu Bandaríkjunum. 

Sara útskrifaðist frá California Institute of the Arts í Kaliforníu fyrir tíu árum síðan og hefur undanfarinn áratug unnið að gerð fjölbreyttra teiknimynda. Nú er hún að byrja á verkefni með heimildamyndaleikstjóranum Amy Berg sem fjallar um Jeff Buckley. 

Sögu My Year of Dicks er þó ekki lokið enn því þær Pamela Ribon, höfundur myndarinnar, vinna nú að því að gera teiknimyndaþætti um sama efni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler