100 Thieves birta myndband með frægum rappara

Rapparinn Lil Nas í umræddu myndbandi.
Rapparinn Lil Nas í umræddu myndbandi. Skjáskot/Twitter/100 Thieves

Rafíþróttafélagið 100 Thieves og bandaríski rapparinn Lil Nas gáfu út myndband sem birt var á Twitter síðu 100 Thieves vegna heimsmeistaramótsins í League of Legends sem er eitt stærsta rafíþróttamót ársins.

Lil Nas fer með tvö vinsæl lög

Í myndbandinu flytur Lil Nas lögin sín „THATS WHAT I WANT“ og „INDUSTRY BABY“ en þau eru afar vinsæl, fyrra lagið hefur um 50 milljón áhorf á YouTube og það seinna um 155 milljón áhorf.

Lil Nas og leikmenn 100 Thieves koma fram í myndbandinu, efnishöfundur og meðeigandi liðsins, Valkyrae, kemur einnig fram ásamt Nadeshot sem er stofnandi og framkvæmdastjóri liðsins. 

Fyrsti leikur hefst í dag

Þetta er í annað sinn sem liðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu en það eru um þrjú ár síðan síðast. Fyrsti leikur liðsins hefst klukkan 16:00 í dag og keppir það á móti liðinu Edward Gaming.

Hægt er að fylgjast með mótinu á Twitch rás Riotgames sem og á stöð2 esports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert