Var sagt að klæðast „meira viðeigandi“ stuttbuxum

Olivia Breen á mótinu um helgina.
Olivia Breen á mótinu um helgina. AFP

Breska frjálsíþróttakonan Olivia Breen hefur greint frá því að dómari á enska meistaramóti fatlaðra hafi sagt við hana að stuttbuxur hennar væru of „stuttar og afhjúpandi“.

Breen hafi svo verið sagt á mótinu um helgina að klæðast „meira viðeigandi“ stuttbuxum.

„Þetta gerði mig mjög reiða og þetta er fullkomlega rangt. Það er almenn vitneskja að þeir mega ekki gera athugasemdir við það hverju við megum og megum ekki klæðast,“ sagði hún ósátt í samtali við BBC.

Buxurnar eru eins og háar bikinístuttbuxur. Ég hef klæðst svona buxum í níu ár og okkur á að fá að líða þægilega í hverju því sem við klæðumst.

Við viljum sjá til þess að okkur líði eins léttum og mögulegt er þegar við erum að keppa, að okkur líði ekki sem við séum of þung og líði einfaldlega vel. Við ættum bara að fá að klæðast því sem okkur sýnist,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert