Bjarki fór á kostum – Kiel í toppsætið

Bjarki Már Elísson lék vel.
Bjarki Már Elísson lék vel. AFP

Bjarki Már Elísson fór á kostum fyrir Lemgo er liðið vann Erlangen á útivelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, 35:31. Bjarki var markahæstur í sínu liði með níu mörk. Lemgo er í sjöunda sæti með 39 stig. 

Kiel náði eins stigs forystu á toppi deildarinnar með 32:23-sigri á Göppingen á heimavelli. Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Göppingen en Janus Daði Smárason lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Göppingen er í níunda sæti með 38 stig. 

Flensburg missti toppsætið þar sem liðið tapaði fyrir Füchse Berlin á heimavelli, 29:33. Alexander Petersson var ekki í leikmannahópi Flensburg. 

Þá mátti Melsungen þola tap á heimavelli fyrir Hannover Burgdorf, 20:28. Guðmundur Guðmundsson þjálfar Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson leikur með liðinu en komst ekki á blað. Melsungen er í áttunda sæti með 38 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert