fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433Sport

Lengjudeild kvenna: FH, Fylkir, Grindavík og HK með sigra

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld.

HK tók á móti Fjölni og vann góðan sigur. María Lena Ásgeirsdóttir kom HK yfir snemma leiks en skömmu síðar jafnaði Sara Montoro fyrir gestina. Hún var aftur á ferðinni eftir tíu mínútur í seinni hálfleik með annað mark sitt. María Lena jafnaði aftur fyrir HK og Ísabella Eva Aradóttir kom þeim yfir að nýju. Arna Sól Sævarsdóttir gulltryggði svo 4-2 sigur HK seint í leiknum.

FH vann þá Víking á heimavelli sínum. Shaina Faiena Ashouri og Kristin Schnurr komu heimakonum í 2-0 áður en Tara Jónsdóttir minnkaði muninn fyrir Víkinga. Shaina kom FH svo í 3-1 að nýju. Christabel Oduro átti eftir að minnka muninn fyrir gestina. Lokatölur 3-2.

Tindastóll heimsótti þá Fylki þar sem Arna Kristjándsóttir gerði eina mark leiksins í 0-1 sigri gestanna.

Loks vann Grindavík 2-0 sigur á heimavelli gegn Haukum þar sem Mimi Eiden og Tinna Hrönn Einarsdóttir gerðu mörkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft
433Sport
Í gær

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni – Auðunn Blöndal fer yfir sviðið

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni – Auðunn Blöndal fer yfir sviðið
433Sport
Í gær

Van Persie landar áhugaverðu starfi í þjálfun

Van Persie landar áhugaverðu starfi í þjálfun