fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Federico Valverde og Eder Militao neituðu báðir að taka vítaspyrnu í leiknum gegn Manchester City í gær þegar liðið komst áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Marca á Spáni segir frá.

Valverde og Militao létu báðir Carlo Ancelotti vita að þeir vildu ekki fara á punktinn.

Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli og því fór viðureign liðanna samanlagt 4-4. Rodrygo kom Real Madrid yfir í fyrri hálfleik í gær áður en Kevin de Bruyne jafnaði fyrir City í síðari hálfleik.

Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingu en City var í sókn nánast allan leikinn án þess að skapa sér neitt sérstaklega mikið.

Í vítaspyrnukeppni var það Real Madrid sem hafði betur og mætir liðið FC Bayern í undanúrslitum en Dortmund og PSG mætast í hinum leiknum.

Bernardo Silva og Matteo Kovacic klikkuðu á sínum spyrnum en báðar voru arfaslakar.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Julian Alvarez skoraði
1-0 Luka Modric klilkkaði
1-0 Bernardo Silva klikkaði
1-1 Jude Bellingham skoraði
1-1 Matteo Kovacic klikkaði
1-2 Lucas Vasquez skoraði
2-2 Phil Foden skoraði
2-3 Nacho skoraði
3-3 Ederson skoraði
3-4 Antonio Rudiger skoraði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli
433Sport
Í gær

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik
433Sport
Í gær

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“
433Sport
Í gær

Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomuna í garð barnanna

Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomuna í garð barnanna