Þjálfarinn þóttist vera 13 ára leikmaður og var rekinn

Körfuknattleiksþjálfaranum Arlishu Boykins hefur verið vikið frá störfum sem þjálfara stúlknaliðs Churchland-grunnskólans í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum eftir að hafa sjálf tekið þátt í leik liðsins um helgina.

Liðið er skipað 13 ára leikmönnum en Boykins er 23 ára gömul. Runnu því tvær grímur á foreldra sem horfðu á leik liðsins gegn liði Nansemond River-skólans enda mjög augljóst að hún væri eldri en liðsfélagar sínir og keppinautar.

Eftir að hafa fengið veður af þessu uppátæki hennar ákvað Churchland-skólinn að reka Boykins og draga lið sitt úr keppni á tímabilinu.

Birtu myndskeið af þjálfaranum í leik

Samkvæmt umfjöllun SBNation furða foreldrar stúlknanna í liði Churchland sig á þeirri ákvörðun skólans að binda endi á keppnistímabil liðsins.

Sjónvarpsfréttaþátturinn 13 News Now fjallaði einnig um málið og birti þar meðal annars myndskeið af Boykins að setja niður körfu í leiknum um helgina og fagna því:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert