Grótta er fallið niður í 2.deild karla eftir leik við ÍR sem fór fram í næst síðustu umferð í kvöld.
Grótta þurfti á stigum að halda til að eiga von á að halda sæti sínu en sigur hefði að lokum ekki dugað þar sem Þór Akureyri vann Dalvík/Reyni.
Grótta tapaði 2-1 gegn ÍR og fer niður ásamt Dalvík/Reyni sem er með 13 stig í neðsta sætinu.
ÍBV endar umferðina á toppnum en liðið spilaði við Grindavík og skoraði sex mörk gegn engu frá gestunum.
ÍBV er með 38 stig á toppnum en Fjölnir er í öðru sæti með 37 stig eftir 2-0 sigur á Aftureldingu.
Leiknir Reykjavík vann þá 3-2 útisigur á Þrótturum.