Tafir á póstflutningum á Austur- og Norðurland

Ljósmynd/Aðsend

Tafir hafa verið á póstferðum á austur- og norðurleiðum sökum veðurs en flutningabílar hafa því miður ekki komist á áætlun á áfangastaði. Reiknað er með því að póstur fari í kvöld og um helgina, að því er Pósturinn segir í tilkynningu. 

Nokkur pósthús verða því opin um helgina þar sem viðskiptavinir geta nálgast sendingarnar sínar og póstlagt ef svo ber undir. Einnig verður almennt keyrt út á öllum stærri stöðum á landinu þar sem heimkeyrsla er í boði um helgina, segir ennfremur.

„Veðrið ekki að spila með okkur“

„Eins og staðan er núna er veðrið ekki að spila með okkur en við leggjum allt kapp á að koma sendingum áfram á áfangastaði sem allra fyrst. Það er allra hagur að sendingar komist til viðtakanda við fyrsta tækifæri. En á sama tíma verðum við að sjálfsögðu að huga að öryggi starfsmanna og við förum ekki af stað nema aðstæður séu öruggar. Við stefnum á að fara í kvöld þannig að allt ætti að vera komið í eðlilegt horf eftir helgi,“ er haft eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins.

Efirfarandi pósthús verða opin um helgina:

Austurland:

Opið á laugardag frá 10:00 til 14:00: Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Neskaupsstaður og Höfn.

Opið á laugardag frá 11:00 til 15:00: Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður og Djúpivogur.

Norðurland:

Opið á laugardag frá 10:00 til 12:00: Dalvík, Húsavík og Siglufjörður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert