fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Rauða húsið ehf. gjaldþrota en Rauða húsið opið áfram – „Þetta er góður strákur en hann réð ekki við þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. október 2021 17:30

Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. október síðastliðinn voru skiptalok hjá félaginu Rauða húsið ehf, að Búðarstíg 4, Eyrarbakka. Kemur þetta fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 23. júní síðastliðinn. Engar eignir fundust í búinu og fékkst því ekkert upp í lýstar kröfur sem eru rúmlega 15,6 milljónir króna.

Hinn vinsæli og virti veitingastaður, Rauða húsið, er þó enn starfandi á Eyrarbakka þó að afgreiðslutíminn sé nokkuð stopull. Segir núverandi forsvarsmaður staðarins, Jóhann Jónsson, að reksturinn hafi gengið furðuvel þrátt fyrir áföll vegna Covid-19 og er hann ánægður með að hafa getað haldið rekstrinum gangandi.

Ekki er hægt að segja að þessar vendingar sem hér um ræðir lýsi kennitöluflakki. Félag Jóhanns, Húsið og Hafið ehf.,  hefur lengst af rekið Rauða húsið ásamt veitingastaðnum Hafið bláa í Þorlákshöfn. Jóhann var orðinn þreyttur á rekstrinum um tíma og vildi snúa sér að smíðum. Það var síðan snemma árs 2020 sem matreiðslumaðurinn Pétur Andrésson óskaði eftir því að taka rekstur Rauða hússins á leigu. Félag Péturs hét Rauða húsið ehf. en hann tók yfir reksturinn á afar erfiðum tíma, þ.e. í byrjun Covid-faraldursins.

„Grey kallinn tekur við í byrjun febrúar, bara korter í Covid, þetta entist ekki hjá honum nema í um þrjá mánuði,“ segir Jóhann, sem undrast þó að gjaldþrotið hafi náð yfir 15 milljónir á svo stuttum tíma. Inni í þeirri tölu er þó líka áfallinn kostnaður og vextir.

Jóhann segir að Pétur hafi ekki staðið í skilum með húsaleigu og hafi félag Jóhanns, Húsið og hafið ehf., orðið að greiða húsaleiguna. Einnig hafi staðið á launagreiðslum til starfsfólks og greiðslu launatengdra gjalda. Rétt er að hafa í huga að á umræddu tímabili, í það minnsta mánuðina mars og apríl 2020, var meirihluti veitingastaða í landinu lokaðir og því úr vöndu að ráða fyrir veitingamenn.

„Þetta er góður strákur en hann réð ekki við þetta,“ segir Jóhann um Pétur.

Jóhann segir að þrátt fyrir erfiðleika vegna Covid-19 hafi rekstur Rauða hússins gengið þolanlega eftir að félag hans tók við honum að nýju. Stefnt er að því að hafa opið í vetur og telur Jóhann að nýliðinn september hafi verið sambærilegur við september 2019. Síðasta sumar hafi gengið skárr en sumarið 2020 enda mun fleiri erlendir ferðamenn á landinu á þessu ári en í fyrra. Jóhann stefnir ótrauður á að halda Rauða húsinu opnu í vetur.

„Ég veit voða lítið um gjaldþrot og svoleiðis en ég hefði auðvitað átt að biðja hann Pétur um að hafa annað nafn á félaginu,“ segir Jóhann sem þykir leitt að hið gjaldþrota félag hafi heitið Rauða húsið ehf, því veitingastaðurinn Rauða húsið lifir enn.

Ekki náðist í Pétur Andrésson við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus