Mikill meiri­hluti hlynntur lengingu fæðingar­or­lofs

Mismun má sjá hjá aldurshópum innan úrtaksins.
Mismun má sjá hjá aldurshópum innan úrtaksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný könnun Prósent sýnir að 75 prósent landsmanna styðji lengingu fæðingarorlofs úr tólf mánuðum í átján mánuði. Þá séu aðeins 10 prósent andvíg breytingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu Prósent. Könnunin sem um ræðir var framkvæmd 25. apríl til 12. maí og var 2700 manna úrtak spurt hversu hlynnt eða andvíg þau væru því að fæðingarorlof yrði lengt úr tólf mánuðum í átján mánuði. 1.366 svör bárust og var svarhlutfall 50,6 prósent.

Hér má sjá skiptingu eftir kyni.
Hér má sjá skiptingu eftir kyni. Ljósmynd/Aðsend

Munur sést á milli svara kynja en 83 prósent kvenna eru hlynntar lengingunni og 66 prósent karla. 16 prósent karla voru þó andvígir lengingunni en aðeins 5 prósent kvenna.

Þegar svörunum er skipt niður eftir aldri má sjá að fólk á aldrinum 25 til 34 ára er hlynntast breytingunni eða 85 prósent. Lægsta hlutfall hlynntra mátti sjá í aldurshópnum 65 ára og eldri þar sem það voru aðeins 61 prósent. Í aldurshópnum 45 til 54 var þó flesta andvíga að finna eða 17 prósent.

Skipting eftir aldurshópum.
Skipting eftir aldurshópum. Ljósmynd/Aðsend
Heildarniðurstaða.
Heildarniðurstaða. Ljósmynd/Aðsend




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert