Moderna sækir um leyfi í Evrópu

AFP

Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna hefur óskað eftir því við Lyfjastofnun Evrópu að bóluefni fyrirtækisins við Covid-19 verði heimilað til notkunar fyrir unglinga. Jafnframt verði óskað eftir sambærilegri heimild í Kanada.

Forstjóri Moderna, Stephane Bancel, segir að forsvarsmenn þess séu sannfærðir um að Moderna veiti mikla vörn við Covid-19- og SARS-CoV-2-sýkingum meðal unglinga líkt og fullorðinna. Jafnframt verður óskað eftir því að bráðaleyfi verði veitt fyrir notkun þess við bólusetningar meðal unglinga í Bandaríkjunum.

Hingað til hefur Pfizer verið eina bóluefnið sem hefur verið samþykkt til notkunar fyrir yngri en 18 ára í Evrópu og Bandaríkjunum. Bóluefni Pfizer-BioNTech má nota við bólusetningar á 12 ára og eldri bæði í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert