Aukið innflæði kviku í ganginn

Það heldur áfram að malla úr sprungunum að sögn náttúruvársérfræðings …
Það heldur áfram að malla úr sprungunum að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

GPS-gögn sýna aukið kviku­inn­flæði í kviku­gang­inn við Grinda­vík og er mögu­leiki á að fleiri sprung­ur opn­ist í dag eða næstu daga.

Þetta seg­ir Lovísa Mjöll Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.

Eld­gos hófst laust fyr­ir klukk­an átta í morg­un við Grinda­vík. Rétt eft­ir klukk­an 12 myndaðist svo ný sprunga við jaðar bæj­ar­ins.

Ekki hægt að úti­loka að fleiri sprung­ur opn­ist

„Það held­ur bara áfram að malla úr sprung­un­um og það er áfram­hald­andi skjálfta­virkni. Hún er meiri við Haga­fell en líka eitt­hvað í Grinda­vík,“ seg­ir Lovísa Mjöll.

„Það er ekki hægt að úti­loka að fleiri sprung­ur opn­ist. GPS gögn­in sýndu okk­ur að það er aukið kviku­inn­flæði inn í gang­inn og þar með er mögu­leiki á að það opn­ist fleiri sprung­ur.“ 

Hún seg­ir að ekki sé hægt að segja til um það hvenær nýj­ar sprung­ur opn­ist ef það ger­ist. Það gæti gerst í dag eða ein­hverja næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert