Spáir minnkandi hagvexti

Íslandsbanki spáir því að hægja muni á vexti hagkerfisins.
Íslandsbanki spáir því að hægja muni á vexti hagkerfisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsbanki spáir 4,2% hagvexti á þessu ári í nýrri þjóðhagsspá sinni. Hagvöxturinn minnki svo á næstu árum og verði 3,6% 2022 og 3,0% 2023. Verðbólga verður að meðaltali 4,4% 2021, 3% 2022 og 2,5% 2023 samkvæmt spánni. Stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs, en verði komnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023.

Á það ber að líta að í fyrra varð 6,5% samdráttur í landsframleiðslu sem er annar mesti samdrátturinn í íslenska hagkerfinu frá 1945, næst á eftir fjármálakreppunni 2008-9. 

Krónan muni styrkjast

Varðandi gengishorfur er spáð 3,6% styrkingu krónunnar árið 2021, 5,1% árið 2022 og 0,9% árið 2023.

Atvinnuleysi er talið munu vera 7,6% að jafnaði í ár, 4,3% árið 2022 og 3,7% árið 2023.

Loks er reiknað með að viðskiptahalli verði 1,4% af vergri landsframleiðslu árið 2021, 2% afgangur verði árið 2022 og 3% afgangur árið 2023. Helst þessi þróun í takt við spá um styrkingu krónunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK