Eyjakonan lék sinn fyrsta landsleik

Cloé Lacasse lék sinn fyrsta landsleik fyrir Kanada um helgina.
Cloé Lacasse lék sinn fyrsta landsleik fyrir Kanada um helgina. Ljósmynd/Víkurfréttir

Cloé Lacasse lék sinn fyrsta landsleik fyrir Kanada um helgina þegar liðið tapaði 1:2-gegn Mexíkó í vináttulandsleik í Mexíkóborg í Mexíkó.

Sóknarmaðurinn kom inn á sem varamaður á 64. mínútu en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt sumarið 2019.

Cloé fékk ekki keppnisleyfi með íslenska landsliðinu og því hefur hún ekki verið lögleg með kvennalandsliðinu.

Hún er á sínu þriðja tímabili með portúgalska liðinu Benfica þar sem hún hefur skorað 55 mörk í 66 leikjum fyrir félagið. 

Áður lék hún með ÍBV frá árinu 2015 til ársins 2019 þar sem hún varð bikarmeistari árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert