Forster inn fyrir meiddan Pope

Fraser Forster.
Fraser Forster. AFP/Adrian Dennis

Fraser Forster, markvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn í fótbolta, sem mætir Ítalíu og Úkraínu í fyrstu leikjum riðlakeppni EM 2024. The Athletic greindi frá.

Forster kemur inn í stað Nick Pope, markvarðar enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, sem hefur dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla.

Pope sem spilaði lítillega meiddur á föstudaginn mun vinna með sjúkrateymi Newcastle í landsleikjahléinu.

Forster hefur ekki leikið fyrir enska landsliðið síðan árið 2016 en hann hefur leyst af í marki hjá Tottenham undanfarið í fjarveru Hugo Lloris.

Nick Pope.
Nick Pope. AFP/Oli Scarff

Landsliðshópur Englands

Markverðir: Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Arsenal), Fraser Forster (Tottenham).

Varnarmenn: Ben Chilwell (Chelsea), Eric Dier (Tottenham), Marc Guehi (Crystal Palace), Reece James (Chelsea), Harry Maguire (Manchester United), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Newcastle United), Kyle Walker (Manchester City).

Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Conor Gallagher (Chelsea), Jordan Henderson (Liverpool), James Maddison (Leicester City), Mason Mount (Chelsea), Kalvin Phillips (Manchester City), Declan Rice (West Ham).

Sóknarmenn: Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal), Ivan Toney (Brentford).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert