Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Dagur tekur slaginn í borginni

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri til­kynnti í morg­un að hann hyggð­ist gefa kost á sér til að leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar áfram. Skotárás­in á bíl hans á síð­asta ári hafi haft veru­leg áhrif á hann.

Dagur tekur slaginn í borginni
Óttast ekki að missa meirihlutann Dagur segist hafa ástríðu fyrir pólitík og óttist ekki að missa meirihlutann í borgarstjórn. Mynd: reykjavik.is

Dagur B. Eggertsson mun gefa kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Dagur segir að fyrir ári síðan hafi hann haft efasemdir um að fara fram á ný, ekki síst eftir að skotið var á bíl hans utan við heimili hans.

Dagur greindi frá ákvörðun sinni í Morgunútvarpinu á Rás 2 nú í morgun. Þar sagði hann að umrædd skotárás hefði haft veruleg áhrif á hann, meiri en hann hefði viljað viðurkenna fyrsta kastið. Þannig hafi hann hætt að fara út að ganga á kvöldin með eiginkonu sinni.

Spurður um hvaða mál hann myndi leggja áherslu á á nýju kjörtímabili sagði Dagur mörg stór mál þegar komin af stað og nefndi þar meðal annars samgöngur og skipulagsmál. Dagur var spurður hvort hann hefði áhyggjur af því að úrslit kosninganna gætu orðið með þeim hætti að hann myndi þurfa að sitja í minnihluta á næsta kjörtímabili, ef til að mynda Viðreisn kysi að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Dagur sagðist ekki óttast að sú staða gæti komið upp en hann væri þó meðvitaður um þann möguleika. Hann hefði hins vegar ástríðu fyrir þáttöku sinni í stjórnmálum.

Dagur hefur setið í borgarstjórn í tæp tuttugu ár, var fyrst kjörinn árið 2002. Hann varð borgarstjóri árið 2007 en sat aðeins í eitthundrað daga þar eð meirihlutinn í borgarstjórn féll. Dagur var formaður Borgarráðs á árunum 2010 til 2014 en hefur setið sem borgaarstjóri frá kosningunum 2014.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Þessi fallegi Dagur. Nóg um það. Kv
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Frábært. Davíð er einfaldlega besti borgarstjóri sem Reykjavík hefur haft. Ef hann hefði ekki gefið kost á sér myndi Sjálfstæðisflokkurinn eflaust ná að mynda meirihluta. Að vísu aukast möguleikar Sjálfstæðisflokksins með brotthvarfi Eyþórs og framboði Hildar en ég held þó að það nægi ekki. Til þess er hún ekki nógu sterkur frambjóðandi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár