Tæplega 1.500 Reykvíkingar fluttu lögheimili sitt

247 Reykvíkingar fluttu sig um set til nágrannasveitarfélaganna innan höfuðborgarsvæðisins.
247 Reykvíkingar fluttu sig um set til nágrannasveitarfélaganna innan höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Alls fluttu 1.462 Reykvíkingar lögheimili sitt í apríl. Af þeim fluttu 247 einstaklingar sig um set til nágrannasveitarfélaganna innan höfuðborgarsvæðisins en 1.071 einstaklingar fluttu innan Reykjavíkur.

Þetta kemur fram á heimsíðu Þjóðskrár, en stofnunin mun hér eftir birta mánaðarlegar fréttir um flutninga innanlands.

Gögnin eru byggð á tilkynningum sem berast stofnuninni í hverjum mánuði. 

210 flutti innan landshlutans

Á Norðurlandi eystra fluttu 292 lögheimili sitt í síðasta mánuði. Þar af fluttu 210 innan landshlutans en 62 til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar af 43 til Reykjavíkur.

Hægt er að sjá frekari tölfræði á heimsíðu Þjóðskrár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert