fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
433Sport

Meistaradeildin: PSG og Dortmund sneru taflinu við og mætast í undanúrslitum

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 21:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain og Dortmund mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þetta varð ljóst eftir að liðin slógu út andstæðinga sína, Barcelona og Atletico Madrid, í kvöld.

PSG hafði tapað fyrri leiknum gegn Barcelona heima 2-3 og Dortmund tapaði 2-1 á útivelli gegn Atletico.

Á Ólympíuleikvanginum í Barcelona byrjuðu heimamenn betur gegn PSG og kom Raphinha þeim yfir eftir frábæran undirbýning Lamine Yamal.

Á 29. mínútu fékk Ronald Araujo, varnarmaður Börsunga, hins vegar rautt spjald og við það breyttist leikurinn. Ousmane Dembele jafnaði tíu mínútum síðar og staðan í hálfleik var 1-1.

Snemma í seinni hálfleik kom Vitinha PSG yfir og staðan jöfn samanlagt. Xavi, stjóri Barcelona, fékk rautt spjald og var sendur upp í stúku á 57. mínútu og skömmu síðar fékk PSG víti eftir afar klaufalegt brot Joao Cancelo innan teigs. Kylian Mbappe fór á punktinn og skoraði.

Barcelona sótti þá í sig veðrið og leitaði að marki til að jafna einvígið. Þá skoraði Mbappe hins vegar sitt annað mark hinum megin á 89. mínútu. Lokatölur 1-4 og samanlagt 6-4 fyrir PSG.

Það var fagnað í Dortmund. Getty Images

Það var markaveisla þegar Dortmund tók á móti Atletico Madrid. Julian Brandt kom heimamönnum yfir á 34. mínútu og fimm mínútum síðar kom Ian Maatsen þeim í 2-0. Þannig var staðan í hálfleik.

Atletico minnkaði muninn strax í upphafi seinni hálfleiks með sjálfsmarki Mats Hummels og staðan samanlagt orðin jöfn. Angel Correa skoraði svo annað mark Atletico á 64. mínútu.

Dortmund tók hins vegar við sér á ný og á 71. mínútu skoraði Niclas Fullkrug. Marcel Sabitzer skoraði svo sigurmark einvígisins fyrir Dortmund skömmu síðar. Lokatölur í kvöld 4-2 og samanlagt 5-4.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gregg Ryder eftir enn eitt tapið: „Ég vissi að þetta yrði langt ferli þegar ég tók við“

Gregg Ryder eftir enn eitt tapið: „Ég vissi að þetta yrði langt ferli þegar ég tók við“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mikael varpar fram áhugaverðri kenningu – „Þetta var ekki út af stressi“

Mikael varpar fram áhugaverðri kenningu – „Þetta var ekki út af stressi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir frá slúðursögu sem hann heyrði úr Laugardalnum eftir tíðindin í gær – „Það hefði nú alveg eins verið hægt að sleppa því símtali“

Segir frá slúðursögu sem hann heyrði úr Laugardalnum eftir tíðindin í gær – „Það hefði nú alveg eins verið hægt að sleppa því símtali“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal opinberar nýjan aðalbúning sinn – Ein stór breyting milli ára

Arsenal opinberar nýjan aðalbúning sinn – Ein stór breyting milli ára
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bruno segir það undir United komið hvort hann fari eða ekki

Bruno segir það undir United komið hvort hann fari eða ekki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar KSÍ að halda í hefðina? – Þetta eru pabbar landsliðsmanna sem gætu komið inn hjá landsliðinu

Ætlar KSÍ að halda í hefðina? – Þetta eru pabbar landsliðsmanna sem gætu komið inn hjá landsliðinu
433Sport
Í gær

Segir Gylfa setja allt í botn með Tækniþjálfun – „Köstum á milli hugmyndum og hann er fremstur í flokki“

Segir Gylfa setja allt í botn með Tækniþjálfun – „Köstum á milli hugmyndum og hann er fremstur í flokki“
433Sport
Í gær

Ótrúleg saga – Konuskipti af bestu gerð vekja mikla athygli

Ótrúleg saga – Konuskipti af bestu gerð vekja mikla athygli