Fótbolti

Frestað hjá Ísak Óla og félögum vegna þrumuveðurs

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ísak Óli lék með Keflavík áður en hann hélt til Danmerkur.
Ísak Óli lék með Keflavík áður en hann hélt til Danmerkur. vísir/bára

Þónokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í Danmörku og Þýskalandi í dag. Þrumuveður setti strik í reikninginn í Esbjerg.

Ísak Óli Ólafsson var í byrjunarliði Esbjerg sem mætti Vendsyssel í dönsku B-deildinni, en Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi liðsins. Vendsyssel var með 1-0 forystu í hléi áður en leiknum var frestað tímabundið vegna þrumuveðurs. Eftir þónokkurn tíma var honum svo frestað þar sem ekki var unnt að halda leik áfram.

Aron Elís Þrándarson spilaði fyrsta klukkutímann fyrir OB í 1-1 jafntefli við Randers á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni. OB er með fjögur stig, líkt og Randers, eftir fyrstu tvo leikina og eru liðin á toppnum þegar annarri umferðinni er enn ólokið.

Jón Dagur Þorsteinsson var ekki í leikmannahópi AGF sem gerði markalaust jafntefli við Nordsjælland á útivelli. Eftir jafntefli í fyrsta leik er AGF með tvö stig eftir tvo leiki.

Í þýsku B-deildinni kom Hólmbert Aron Friðjónsson inn á sem varamaður í liði Holstein Kiel, sem tapaði 3-0 fyrir St. Pauli í fyrstu umferð deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×