Erlent

Armin Laschet nýr for­maður Kristi­legra demó­krata

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Armin Laschet er nýr formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi.
Armin Laschet er nýr formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi. AP Photo/Markus Schreiber

Armin Laschet var í dag kosinn formaður Kristilegra demókrata og tekur hann við embættinu af Annegret Kramp-Karrenbauer. Á undan henni hafði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gegnt formannsembættinu frá árinu 2000 til 2018.

Laschet er forsætisráðherra Norðurrínar-Vestfalíu fyrir Kristilega demókrata. Honum hefur verið lýst sem hófsömum miðjumanni og hefur sagst vilja halda flokknum á þeirri stefnu sem Merkel hefur markað.

Ef Kristilegir demókratar vinna sigur í þingkosningum í Þýskalandi næsta haust má leiða líkur að því að Laschet verði næsti kanslari Þýskalands.

Laschet hafði betur í formannskjöri á landsfundi flokksins, sem haldinn var með rafrænum hætti í dag. Hans helsti keppinautur um embættið var Friedrich Merz. Laschet hlaut 522 atkvæði en Merz 466.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×