Allur níundi bekkur í úrvinnslusóttkví

Ekki verður farið í frekari aðgerðir vegna smitsins að svo …
Ekki verður farið í frekari aðgerðir vegna smitsins að svo stöddu en að sjálfsögðu gætt að öllum sóttvörnum eins og verið hefur, að sögn Ólínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allir níundu bekkingar í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi sæta nú úrvinnslusóttkví, alls um 60 nemendur, eftir að smit kom upp hjá samnemanda þeirra, að sögn Ólínu Thoroddsen skólastjóra Valhúsaskóla.

Áður höfðu allir 200 nemendur skólans verið sendir heim vegna smitsins, þó ekki í eiginlega sóttkví, en eftir að farið var yfir málið með smitrakningateymi almannavarna var tekin ákvörðun um að nemendurnir 60, auk sex kennara myndu sæta sóttkví. 

„Það er búið að ákveða það að níundi bekkurinn fer í úrvinnslusóttkví og sex kennarar en að öðru leyti verður hefðbundin kennsla á morgun,“ segir Ólína. Smitaði nemandinn er í níunda bekk í Valhúsaskóla. 

Ekki verður farið í frekari aðgerðir vegna smitsins að svo stöddu en að sjálfsögðu gætt að öllum sóttvörnum eins og verið hefur, að sögn Ólínu. 

Í Val­húsa­skóla stunda nemendur í 7-10 bekk nám. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert