Eiður Smári: Ég er bara mannlegur

Þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson ræða saman …
Þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson ræða saman fyrir leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar ég er að þjálfa eru þetta bara tveir af þremur framherjum hjá okkur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, í samtali við RÚV eftir 4:0-sigur Íslands á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld.

Elsti sonur Eiðs, Sveinn Aron Guðjohnsen, lagði upp síðasta markið fyrir yngri bróður sinn, Andra Lucas Guðjonsen. „Þetta var virkilega gott mark. Þetta var góð hreyfing hjá Sveini og Andri kom á réttum tíma. Auðvitað er þetta auka moment fyrir fjölskylduna en fyrir okkur þjálfarana er þetta bara vel útfært mark,“ sagði Eiður um markið sem synir hans bjuggu til saman.

„Ég er bara mannlegur og þetta voru tveir bræður sem tengdu vel saman. Þetta var frábært augnablik. Þetta var leikur til þess að skora mörkin, þar sem við vorum manni fleiri. Það var margt í seinni hálfleik sem við vorum ekki sáttir með, þannig það var skemmtilegt að geta boðið upp á þetta augnablik.“

Eiður var sáttur við að vinna sannfærandi sigur og kæta áhorfendur í leiðinni. Það var gaman að sjá fólk í stúkunni skemmta sér þar sem við skoruðum fjögur mörk, hvort sem það voru synir mínir eða einhverjir aðrir, það skiptir engu máli,“ sagði Eiður.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert