Mögnuð íslensk samvinna (myndskeið)

Gísli Þorgeir og Ómar Ingi gera sig kláran fyrir landsleik.
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi gera sig kláran fyrir landsleik. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson léku vel þegar þýska liðið Magdeburg gerði góða ferð til Króatíu og vann 32:24-sigur á Nexe í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi. 

Félagarnir léku afar vel saman í 22. marki Magdeburg en markið skoraði Gísli Þorgeir eftir glæsilegan undirbúning Ómars Inga. Sannkallað sirkusmark. Markið var annað tveggja sem Gísli skoraði í leiknum en Ómar Ingi skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar.

Markið glæsilega má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert